Einkennisfatnaður frá Northwear er hannaður og framleiddur í samvinnu við virta skandinavíska og þýska fataframleiðendur með langa reynslu af þjónustu við fyrirtæki. Við ýmist hönnum einkennisfatnað fyrirtækja frá grunni, eða höldum áfram framleiðslu núverandi fatalínu sé þess óskað. Northwear er eitt örfárra fyrirækja sem býður heildarlausnir í fyrirtækjafatnaði, þ.m.t. sérframleidda hnappa, barmmerki, höfuðföt, slæður, hanska, bindi, yfirhafnir, veski og töskur. Við einföldum leiðina að lausninni.