Northwear býður alhliða þjónustu varðandi fylgihluti við starfsmannafatnað.Við vitum frá viðskiptavinum okkar hversu tímafrekt og kostnaðarsamt getur verið að leita uppi nauðsynlega fylgihluti svo útlit starfsmanna sé fullkomnað. Hér kemur Northwear inn með heildarlausnir sé þess óskað. Samstarfsaðilar okkar eru vandaðir framleiðendur í leðri, silkivöru, hnöppum, merkjum, höfuðfötum að ógleymdum hverskyns merkingum í fatnað. Á síðunum hér að neðan gefum við nokkrar hugmyndir um fylgihluti sem við bjóðum. Ef þú sérð ekki það sem þú leitar að, hafðu þá samband við okkur og væntanlega getum við orðið að liði.
Saumastofa
Á saumastofunni okkar framkvæmum við breytingar á fatnaði og sérsaumum flíkur. Minni sérframleiðsla fer þar einnig fram, en starfsfólkið er bæði menntað sem klæðskerar og kjólameistarar.
Merkingar
Northwear býður hverskyns merkingar á fatnaði á hagstæðu verði.